Ber og bólgur

Ber eru meðal þeirrar fæðu sem oft er talin vera ofur fæða; þó ekki öll ber en sérstaklega er Acai, goji, bláberjum og trönuberjum oft hampað á slíkum ofurfæðu listum.

Á hinn vegin eru svo ber eins og jarðarber sem eru oft meðal þeirra allra menguðustu vegna eiturs og áburðar en bláber rötuðu einnig inn á þennan lista árið 2010.  Hins vegar er örugglega óhætt að halda því fram að villt íslensk bláber séu almennt hrein og tær.

Ég er orðin rosalega hrifin af söfunum frá The Berry Company; bæði Goji og sérstaklega Acai berja safanum. Acai berja safi er talinn mjög góður fyrir þá sem þjást af bólgusjúkdómum þar sem eiginleikar hans eru anti-inflammatory auk þess sem hann er andoxandi og inniheldur Omega 3 og 6. Það eru margir sem taka undir Acai æðið og ég er svo sannarleg ein af þeim.  Mér fannst safinn skrýtinn fyrst en eftir 2-3 sopa svar ég fallin fyrir honum.  Hann er líka svo fallegur á litinn og fer vel í fallegu glasi.  Það gerir líka reyndar goji safinn.

Fróleik um acai ber má finna víða t.d. á síðu Dr. Perricone sem er stútfull af alls konar heilsusamlegum fróðleik. Í Acai safanum er mikið af andoxunarefnum sem vinna gegn öldrun; 10 sinnum meira af andoxunarefnum en í rauðum vínberjum.  Einnig er einómenntuð fita í acai berjum sem líkist öðru beri sem við drekkum minna af en það er ólífan.  Ennfremur eru trefjar og phytosterols sem ýta undir góða hjartaheilsu.  Acai ber eru einnig full af steinefnum auk þess sem þau innihalda einómettuða oleic sýru en hún er mjög mikil vægt til að omega 3 olían komist inn um frumuhimnurnar oghaldi þeim heilbrigiðum.  En það er lykill af því að hormónastarfsemi líkamans sé í lagi t.d. hvað varðar insúlín sem ef verður of hátt, veldur bólguviðbrögðum í líkmanum.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: