Kókosflögubrauð

Ég bakaði brauð í dag, brauð á gömlum grunni en sett í dag í það byggmjöl, hveitikím og kókosflögur, heilan helling af þeim plús sólblómafræ og svakalega var þetta vel heppnað brauð. Á morgun ætla ég að prófa að hann engifer/kanil/negulbrauð -mmmmmmm

  • 1 bolli gróft spelt
  • 1 bolli til helminga fínt spelt og byggmjöl
  • 1 bolli með 3/4 kókosflögur og 1/4 tröllahafrar
  • 1/2 bolli hveitikím
  • lúka af sólblómafræjum
  • slatti af maldon salti (ég vil saltbragð af brauðinu mínu, þetta er smekksatriði)
  • 3 tsk lyftiduft/vínsteins

hrært létt saman og svo

  • 1 bolli AB mjólk
  • 1 bolli sjóðandi vatn

Svo er að blanda létt, setja í smurt form – ég nota lítil form sem eru passleg fyrir eins manns brauð – uppskriftin passar í 3

Bakist á 200°C í 30 mínútur.

gjööööðveikt með feitum skólaosti eða gotta!

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: