Dagur 1

Í dag er fyrsti dagurinn sem ég feta mig áfram mína eigin leið að heilsulausn og losa mig við aukakílóin og ná bata af vefjagigtinni.

Ég er í sögulegu hámarki með þyngdina og þori ekki einu sinni að setja þá tölu niður á blað.  Ég er búin að fara illa með sjálfa mig í vetur og get ekki leyft þessa meðferð lengur. Það hefur verið of mikið álag á mér og enginn stuðningur.

Ég setti miklar vonir við MFM miðstöðina varðandi þyngdarvandann en er eiginlega búin að sjá að það hentar mér alls ekki.  Bæði er það ógeðslega dýrt og svo fann ég í viðtalinu að stelpan sem ég talaði við vissi ekkert meira en ég, það kom ekkert nýtt fram þar sem kveikti áhuga minn eða von um að þar væri einhverja lausn að finna.  Svo var þar svona  ,,one size fits all“ nálgun sem mér líkar ekki.

Markmiðin mín fyrstu vikuna eru að borða 4x á dag – ég ætla ekki að spá of mikið í hvað það er þar sem það er enn mjög mikið að gera hjá mér.

Í dag borða ég:

  • Morgunmat – jógúrtferna, jarðarberja Húsavíkur
  • Hádegismat – tómatrétt með brúnum grjónum, eina skál.
  • Kaffitíma – tómatrétt með brúnum grjónum, eina skál.
  • Kvöldmat – bakaðar baunir á brauði með osti, 4 sneiðar.
Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: