Kjúklingabaunir í karrí

Þetta er mjög einfaldur og góður réttur, það er best finnst mér að vera búin að saxa niður allt grænmetið og taka til kryddið.

Þú byrjar á að saxa og skutla í pott með olíu og steikja saman

 • lauk
 • ferskan chili

Síðan setur þú saman við

 • 2 msk Pataks mild curry paste
 • 1 msk túrmerik
 • 1 tsk cumin
 • 1 tsk karrí
 • 1/2 – 1 tsk cayenne

hrærðu þessu saman við laukinn og chili-ið og settu saman við

 • stóra papriku – veldu þann lit sem þér finnst bestur
 • sæta kartöflu
 • ca. 200-250 gr soðnar kjúklingabaunir – það er c.a. innihaldið úr einni niðursuðudós ef þú átt ekki baunirnar soðnar.  Ég mæli hins vegar með því að þú kaupir þær bara og sjóðir mikið magn sem þú svo vigtar í poka og frystir til að nota í svona rétti.
 • 1/2 stór eða 1 lítill blómkálshaus

út í þetta fer annað hvort

 • a) dós af kókosmjólk og bolli af vatni – gætir þurft 2 þar sem kartöflurnar og blómkálið er misstórt
 • b) einn bolli mjólk og 2 bollar vatn.

Saltaðu í pottin eftir smekk og jafnvel smá af lífrænum svörtum pipar.

Sjóddu þetta þar til kartöflurnar og kálið er mjúkt, best með kotasælu eða nan brauði.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: