Bókhveiti og byggmjölsbrauð
febrúar 4, 2011 Færðu inn athugasemd
- 1 bolli bókhveiti
- 1/2 bolli byggmjöl
- 1/2 bolli hveitikím
- salt
- 3 tsk vínsteinslyfitduft
- 1 bolli AB mjólk
- 1 bolli sjóðandi heitt vatn
Blanda saman þurrefnunum, setja svo AB mjólkina útí og hræra pínu, síðan sjóðandi vatnið og hræra ögn betur en það er alveg lykilatriði að hræra sem minnst.
Baka á 200°c í 30 mínútur. Kælið aðeins.
Þetta er uppskrift sem gefur 2 lítil brauð og 1 stórt, mér finnst hins vegar betra að hafa þau lítil.