4 farin og gott brauð

Allt í góðum gír hér, þvílíkur munur að vera laus við pepsi maxið! Ég borða miklu minna núna og er ekki í stöðugum blóðsykursrússíbana, þó ekki sé sykur í PM þá er gervisykurin greinilega ekki hollur fyrir mig og ég þoli greinilega mjög illa koffín.

Ég fékk mér kaffi um daginn því ég var svo þreytt og fékk aftur svona ,,alveg að líða yfir mig og skelf að innan” tilfinningu eins og var næstum daglega meðan ég drakk PM daginn inn og út og þurfti að leiðrétta með áti. Nú eru rúmar 3 vikur síðan ég hætti í PM.

Sykur er farinn úr mataræðinu og það er mjög fínt, ég borða auðvitað samt enn ávexti og mikið af eplum sérstaklega.

Langar að deila uppskrift að uppáhalds brauðinu mínu, þetta eru tvö pínulítil brauðform eða eitt venjulegt.

  • 2 bollar spelt (fínt og/eða gróft)
  • 1 bolli hveitikím eða kókosmjöl
  • 1 msk sesamfræ (má nota önnur og auðvitað meira eða minna eftir smekk)
  • 3 tsk lyftiduft (ég nota alltaf vínsteins)
  • salt (maldon flögur)
  • 1 bolli AB mjólk (má nota súrmjólk, nýmjólk, soja, rís etc.)
  • 1 bolli sjóðandi vatn

Þetta á að hræra sem allra minnst rétt blanda þessu saman og setja í spreyjað/smurt form og baka á 200° í 30 mínútur (kannski misjafnt eftir ofnum, bara þangað til ekkert klessist á prjón sem stungið er í). Kæla aðeins áður en skorið og borðað með hnausþykku lagi af íslensku smjöri og góðum osti……. nei djók það er spari:)

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: