Gengur vel

Það gengur vel að halda sig við sykurleysið og diet gosið er horfið.  Ég held utan um hitaeininganeysluna í vefdagbók sem ég hef notað síðan í árslok 2008 þegar ég ákvað að nú væri nóg komið og tók þá ákvörðun að hætta að reykja.  Það gerðist svo í janúar 2009 en kílóin hafa sveiflast eitthvað upp og niður á þessum tíma.  Þetta fína og góða forrit er FitDay.com   sem heldur bæði utan um mat og hreyfingu og gefur möguleika á að setja inn eigin fæðutegundir t.d. það sem er íslenskt og ekki í gagnagrunninum svo og uppskriftir sem ég hef reiknað út næringargildið í með því að nota matarvefinn.

Bætiefnin eru frekar olíukennd svona í svartasta skammdeginu. Á morgnana tek ég Kelp, C-1000 og B-Súper.  Í hádeginu tek ég E-400 og selen, þau ýta undir frásog hvors annars svo það er gott að taka þau saman.  Þegar ég kem heim úr vinnunni tek ég 6 Þorskalýsispillur sem innihalda bæði Omega 3, A og D vítamín.  Eftir kvöldmatinn tek ég svo Magnesíum plús kalk; duft sem ég leysi upp í vatni, 2 tsk af því. Svo tek ég á kvöldin áður en ég fer að sofa Omega 3 + D vítamínbelgi frá Lýsi og með þeim tek ég Zink sem fer vel með olíunni.  Zink er nauðsynlegt fyrir m.a. testosterónframleiðsluna o.þ.m.t. vöðvavöxt og viðhald.

Ég er að vona að þessi olía geri gott fyrir liði og vöðva sem eru voðalega aumir og asnalegir út af þessari fjandans vefjagigt.  Mér finnst samt eins og ég sé að batna og vonandi duga mataræðisbreytingarnar til að ég nái betri heilsu.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: