Spínat og kjúklingabaunabuff

Prufaði í dag að setja saman nýja buff uppskrift sem lukkaðist það vel að ég deili henni hér

  • 2 laukar
  • 1 msk kókosolía

Hitað í potti og laukurinn linaður

  • 2 msk karrímauk
  • 1 tsk cuminduft
  • 1 tsk paprika
  • 1 tsk karrí

2 tsk salt (af því spínatið var frosið)

Sett út í laukinn og hrært vel saman við

  • 1 dós af kókosmjólk
  • 1 poka af spínati (mitt var frosið)
  • 1/3 poka af frosinni papriku (var að taka til í frystinum, auðvitað má þetta vera 1 heil fersk, jafnvel 2)

Þetta er soðið saman þar til allt er orðið að fallegri soppu og þá er hent út í

  • 1 dós af kjúklingabaunum (skola vel og taka hýðið)

Látið malla í 20 mín og tekið af hellunni og látið kólna alveg.

Síðan nota ég egg og mjólk í smá bland og set í form.  Blandan í pottinum er sett í hrærivél (matvinnsluvél ef þú átt þannig) og maukuð létt, má samt alveg vera bitar af grænmeti í þessu, það er smekksatriði.  Ef vill má henda 1-2 soðnum kartöflum út í til að þykkja það sem var í pottinum, annars bara sía aðeins af því svo buffin verði ekki örþunn drulla. 

En næsta skref er að móta buff úr deiginu og ég set buffin ofan í formið þar sem eggja og mjólkurblandan er, hita pönnu í meðalhita og set buffin á hana og steiki eftir smekk buffin sem hafa fengið að liggja stutta stund í eggja/mjólkur blandinu.  Þetta er besta aðferðin finnst mér til að fá buff til að tolla saman en oft er það vandamál með grænmetisbuff.  Auðvitað er hægt að velta þeim líka eftir eggja/mjólkurbaðið upp úr sesamfræjum, kókosmjöli, raspi eða hverju því sem ykkur þykir girnilegt að hafa utan á buffum.

Verði ykkur að góðu, ég sting uppá dressingu úr mangochutney og sýrðum (hrært saman 1 msk af hvoru) með fersku salati úr papriku, spínati og agúrku og svo eitthvað korn með t.d. quinoa.

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: