Grænmetispottréttur

Langar að deila með ykkur einum af grænmetispottréttunum mínum (þessum sem ég tek með í vinnuna og borða þar og lít út fyrir að vera svoooo heilsusamleg – þar til ég kem heim og treð í mig einu brauðstykki með 26% osti) en þetta er svaka einfalt og hollt og gott og endist í nokkrar máltíðir.

  • 2 laukar í sneiðar
  • 1 msk olía

Sett í pott og laukurinn hitaður

  • 2-3 msk karrímauk (Pataks milt)
  • 2 msk tómatmauk 2 tsk cuminduft
  • 1 tsk salt
  • 1 ds kókosmjólk

Þetta er sett allt saman og síðan skutlað út í eftirtöldu niðurskornu grænmeti og soðið í 45 mínútur (lengri suða = meiri dásemd)

Blómkálshaus, 2-3 gulrótum, 1 papriku, 1 cm rifinn engifer, 1 dós tómatar, 1 kúrbítur, 1 sæt kartafla og baunir sem ykkur þykja góðar (niðursoðnar Biona eru lífrænar). Ég nota yfirleitt nýrna, aduki eða pinto. Auðvitað er í góðu lagi að henda í lok suðunnar 1 tsk af kanil yfir (hann jafnar blóðsykurinn) og smá svörtum pipar. Þetta var innlegg dagsins frá mér, njótið vel með sýrðum eða kotasælu!

kveðja konan með strengina!

Auglýsingar

Um Dagdreymir
Dagdreymir er áhugakona um heilsusamlegan lífsstíl s.s. mat sem lyf fyrir líkama og sál, bætiefni, íþróttir og lausnir frá vefjagigt. Dagdreymir er líka forfallinn bókaormur, félagsfræðingur, ADHD-skvísa, femínisti, AA-pía, móðir, nörd, kjaftfor og hreinskilin með rokkstjörnudauma….. alveg svakalega viðutan og dagdreymin………………..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: