Ís – banana sweetness

ísÓkei, fyrst af öllu, long time no blog og svo beint í ísinn sem dugar einum gráðugum og tveimur penum.

 • Frosinn banani
 • Rís/möndumjólk – Smá sletta ca. 1/3 bolli
 • 4 döðlur
 • Kakónibbur (líklega um matskeið)

Aðferðin er einföld, allt í blandara eða matvinnslu. Ef blandarinn er kraftlaus er vökinn fyrst settur svo einn og einn bananabiti. Svo döðlur og kakónibbur. Ef óskað er eftir góðu krönsi þá er best að setja nibburnar síðast og þeyta stutt, bara til að brjóta þær aðeins.

Auglýsingar

Kartöflubuff

PhotoGrid_1417913381852

 

Af því að ég hef aldrei borðað kjöt þá var aðalrétturinn ansi oft kartöflur og sósa eða kartöflur og smjör þegar ég var krakki. Einhver hefði haldið að kartöflur yrðu matur sem yrði því sneitt hjá þegar ég færi að stýra úrvalinu sjálf. Aldeilis ekki.

Ég elska kartöflur og kartöflurétti. Já og kartöflubuff.

Hér er uppskrift kvöldsins.

 • 10 kartöflur soðnar
 • Sæt paprika, smátt söxuð, (þessi langa mjóa sem er eins og chili)
 • maísbaunir
 • 2 msk kókosolía
 • hálf dós sheese cheddar style (þetta er vegan valkostur annars ostarúlla með mexíkóblöndu)

Allt í hrærivélina, þeir sem vilja nota egg geta leyft sér að hræra minna en ég hrærði bara í klessu. Móta klatta, velta úr raspi og inn í ofn undir grillið.

Salatið var spínat, sæt paprika, mangó, kóríander og steinselja. Allt saxað mjög mjög smátt.

Sósan til að kæla buffið, því græðgin er auðvitað svo mikil að ekki er hægt að bíða eftir ða það kólni. Sveppasósa eða eins og strákarnir mínir vilja helst carbonara með öllum mat.

Mangó Sushi

UntitledBara varð að segja frá því að Mangó Sushi er sjúklega gott. Uppáhalds núna; mangó, avókadó, papríka í rúllu. Sjúklega gott með Wasabi og soya sósu. Á ég að segja sjúklega einu sinni enn. Júbb, sjúklega gott. Engir ormar í solleis.

Strákarnir mínir vilja Sushi með reyktum laxi og mangó.

Prófið.

Hvað er þetta Yin Yoga?

Google getur auðvitað svarað þér en ég ætla að reyna að gefa hér örstutt en vonandi upplýsandi svar á skiljanlegri íslensku.
Yin yoga er hin hliðin á líkamsstöðu/asana þætti jógaiðkunar.yiny
Flestir hafa verið að stunda jóga þar sem vöðvar eru virkjaðir í hreyfingu, Yang Yoga.

Yin yoga er fyrir liðamót, vöðvafestur og tengivef. Þess vegna hitum við ekki upp í Yin yoga. Við viljum að vöðvarnir séu óáreittir og mjúkir til að komast betur að liðum og tengivef. Sérstaklega er unnið með mjaðmir, fætur og neðri hluta baks. Yin Yoga er nauðsynlegt á móti Yang yoga og það eykur getu okkar í Yang yoga. Regluleg ástundun Yin með Yang gefur iðkun okkar jafnvægi.

Ólíkt Yang yoga þá er lítið flæði og lítil kraftnotkun í Yin yoga. Áherslan er á algjöra kyrrð. Oft tala ég um að fólk þurfi að læra að vera í eigin skinni og auka meðvitund um líðan sína og líkamsvitund. Í YinYoga er verkefnið nákvæmlega það; að vera kyrr í eigin skinni, vera meðvitaður og njóta þess að finna þá opnun sem verður í líkamanum.

Hvað gerum við í YinYoga?

Þrennt þarf að gera til stunda Yin:

Í fyrsta lagi; fara í stöðuna alveg slakur en samt út að eigin þolmörkum en aldrei yfir þau.
Í öðru lagi sem er mikilvægast að halda stöðunni kyrr. Án þess að fitla, iða, skoða á sér neglurnar, plokka, pota og bora í nefið. Bara vera, anda og eftir rúma mínútu fer líkaminn að gefa eftir. Eina hreyfingin sem á sér stað er þegar líkaminn fer sjálfviljugur dýpra inn í stöðuna. Stöðu er haldið í 3-10 mínútur.

Í þriðja lagi þá er að fara úr stöðunni. Vegna þess hve lengi er haldið þarf að fara rólega til baka og framkvæma létta nudd eða sveifluæfingu á eftir.

Að eins um vöðva, bein, liðamót og tengivef

Í vöðvum eru þéttir þræðir sem eru rakt efni, teygjanlegir og bregðast hratt við áreiti s.s. togi og endurteknum hreyfingum. Þeir festast á bein og fara oftast yfir liðamót, sumir fleiri en ein. Þeir festast einnig við fasciuna, utan um vöðva, himna sem tengd er neðsta húðlagi. Vöðvafestingar eru hins vegar þurrari, stökkari og bregðast ekki hratt við togi og áreiti.yin

Í Yang yoga pössum við mjög vel líkamsstöðuna til að áreita ekki liðamót, í Yin áreitum við liðamót og vöðvafestur. Áreitið þarf hins vegar að vera rólegt og langvarandi. Fernt á sér stað við liðamót og festur þegar við stundum Yin. Við komum í veg fyrir samfall, ótímabæra hrörnun, samgróning og aukum rakaflæði.

Yoga hefur þann frábæra eiginleika að bæði styrkja og lengja vöðva meðan flest önnur hreyfing sem styrkir vöðva á það til að stytta vöðvana. Hins vegar finna margir sem hafa stundað jóga í einhvern tíma að ákveðin stöðnum verður í liðleika. Þá kemur Yin sterkt inn og oft finnst munur á hreyfigetu strax eftir fyrstu æfingu.

Að lokum

Vinsældir jóga hafa aukist gríðarlega síðustu ár. Flestir byrja að stunda jóga byggt á líkamsæfingum YangYoga. Smátt og smátt finna iðkendur fyrir aukinni líkamsvitund og þeirri hugarró sem fylgir öndunaræfingum og slökun sem er órjúfanlegur hluti jógaæfinga. Jóga er heildstætt kerfi, lífsstíll. Njóttu allra hliða þess.

Namaste

Blá

dfa3da1c5652676fe3ea339677a173b3Bláberjafílingur í skammdeginu. Einhver andoxun og C-vítamín þörf eftir 2ja mánaða kinnholubólgur, kvef og hálsbólgu. Hef verið á sterum vegna fibro sem bæla svolítið varnirnar. Er þess vegna búin að vera óttalega móttækileg.
Búin að taka Oregano olíu og Ólífulauf sem hjálpar auðvitað helling en matur er alltaf fyrsta val sem verkfæri í heilbrigðu lífi.

Átti frosin bláber frá í sumar og geri stundum eitthvað gúmmulaði með þau. Oftast er það þannig að einfalt er best en stundum skortir hugmyndaflug til að nota hráefnin. Blárberin geta farið í boozt, kökur og deserta.

Þetta er smá uppáhalds kókosjógúrt, dass af hafrarjóma og bláber, er svolítið upptekin af veganisma meðan ég er að ná 100% heilsu. Veit að það er besta leiðin þegar maður er útsettur fyrir veikindum að borða sem mest að grænmeti og ávöxtum og um leið sneiði ég hjá mjólkurvörum.

Mynd frá í sumar því þau eru ekki eins falleg afþýdd eins og svona stinn beint út mónum. Auðvitað má nota skyr, gríska jogúrt eða bara AB mjólk.

Skot-Safi

Safar eru alltaf klassi. SamanþjöpDSC09746puð næringarefni fyrir kroppinn.

Sá guli er bestur sem skot því hann er ‘heitur’ og rífur í, mjög gott að hafa hann vel heitan án þess að brenna samt. Innihaldið í þeim gula er bólgueyðandi og hreinsandi. Við gefum jógunum okkar þennan stundum.

Sá græni er gotterí sem er æði að gera helling af, setja í lokaðar flöskur eða krukkur og eiga í nokkra daga til að staupa sig á.

Ég set spínatið alltaf í blandarann til að fá sem mest út úr því.

Njótið!

Fleiri jóga bækur/bæklingar

Yin Yoga

Jóga er líklega uppbokáhaldshreyfingin mín. Kannski vegna þess að það er til jóga fyrir hverja stund, stað, ástand og viðhorf. Þegar ég er mikið pínd af fibro finnst mér frábært að taka smá session af Yin Yoga.

Í Yin Yoga er áherslan á að halda stöðunum lengi, 2-10 mínútur er algengt. Þá er ekki markmiðið að fara sem lengst inn í hverja stöðu heldur að fara hægt og rólega inn í stöðuna og halda henni svo. Ekki á þó að halda aftur af sér heldur hlusta á líkamann og fara lengra eða draga sig til baka eftir þörf en best er að halda, vera kyrr og læra að vera í núinu. Oft er erfitt að kyrra hugann og fá líkamann til að slaka á og vera hreyfingarlausan. Við erum oft með kæki, kippi, fitl og ið sem við tökum ekki eftir fyrr en við eigum að vera kyrr. Í Yin Yoga gefst gott tækifæri til að skoða sjálfan sig á þennan hátt.

Yin Yoga teygir ekki bara á vöðvunum heldur einnig á tengivef; sinum og fasciunni sem umlykur líkamann. Að teygja vöðva og lengja hann þannig að lenging sé sársaukalaus er ferli sem tekur styttri tíma en að teygja og lengja tengivefinn. En til þess a teygja tengivefinn þarf að halda teygjunni lengi, jafnvel tíu mínútur. Þess vegna er mikilvægt fyrir alla jóga að stunda reglulega Yin Yoga til að hjálpa til við að ná framförum. Yin er ekki bara gagnlegt fyrir jóga heldur eins og allt jóga, gott fyrir alla til að lengja vöðva, auka blóðflæði, tengja huga og öndun við hreyfingu líkamans og hlusta á líkamann.

Mér finnst gott að vera með tónlist öðru hvoru, sérstaklega þegar ég tek mjög langar stöður og held hverri stöðu í 5-15 mínútur. Einhvern vegin er líkaminn léttur, slakur og kátur þegar Yin Yoga sessionið er búið og það besta er að í næsta jógatíma finnur maður oft árangurinn þegar líkaminn leyfir manni að fara lengra inn í stöður sem maður var jafnvel staðnaður í.

Hér er viðhengd bók um Yin Yoga eftir Bernie Clark. Ef þið eruð að jóga heima og notið tæknina til að mæta í on-line tíma þá er Bernie með tíma á My Yoga Online, það kostar að vera áskrifandi en fyrir áskriftina fær maður fullt af jógatímum, hugleiðslu og kennslutímum. Hér kennir Bernie t.d. tíma sem endar í hanumanasana/splittum og hér kennir hann YinYoga tíma.

Hér viðhangandi er bókin.

Complete Guide to Yin Yoga

Butternut squash súpa

??????????????????????????????? Ein sú besta sem ég hef smakkað. Fyrsta skipti sem ég bý til eitthvað úr butternut graskeri og það lukkaðist svona líka vel, verður pottþétt keypt oftar.
Ég er að forðast glúten þessa dagana til að sjá hvort það hjálpar við fibro svo þessi súpa er 100% vegan, glutenlaus og sjúklega góð.

Uppskriftin er mín en innblásin af ýmsum uppskriftum sem ég skoðaði þegar ég var að ákveða hvernig ég ætlaði að matreiða hið nýkeypta grasker.

Innihaldsefni og aðferð

 • 2 msk kókosolía
 • 1 laukurbutternut soup
 • 1 rauður chilli
 • 6 cm engifer, afhýtt og sneitt

Sett í pott og mallað þar til laukurinn er glær

 • 1 butternut grasker
 • 2 gulrætur

Afhýtt, fræhreinsað, skorið í bita. Sett út í lauk/chili/engifer blönduna og látið hitna aðeins í 5-10 mín áður en soðið er sett saman við.

 • 5 bollar soð að eigin vali, eflaust er hægt að nota hreint vatn líka því súpan er nokkuð sterk.
 • 2 msk kóríander fræ, soðin með en svo síðu frá.
 • Val um kókosmjólk, nota þá 1-2 dl. Gott fyrir þá sem vilja kremaðri súpu og þá sem ekki vilja sterkan mat.

Kryddin fara því næst í pottinn en ég notaði

 • 1/2 tsk cayenne pipear
 • 1 tsk himalaya salt
 • 2 tsk Korma kryddblanda
 • 1 tsk karrý

Þetta fékk að malla í 20 mínútur. Síðan var töfrasprotinn dreginn fram og súpan maukuð.

Frábært með kotasælu og fallegu grænmeti. Næst ætla ég að baka með brauð úr kókoshveiti og set inn uppskrift þegar ég er búin að hanna brauð sem ég er ánægð með. Annars er þetta brauð alltaf klassi með.

Hitaeiningar og næringarefni skv. FitnessPal.

kkak

Gulrótar og sætkartöflusúpa – A-bomba

Æðisleg súpa sem má setja í krukkur og frysta og taka svo með í nesti í vinnuna.

Þessi súpa er auðvitað stútfull af vítamínum; gulræturnar gefa A – vítamín í ofurskammti sem kókosolían hjálpar til við að leysa út þar sem þetta er fituleysanlegt vitamín og sætu kartöflurnar bæta enn meira A – vítamíni við svo enginn ætti að vera náttblindur sem borðar þessa súpu reglulega.

A – vítamín gegnir mörgum hlutverkum og hjálpar meðal annars til við að viðhalda góðri sjón og heilbrigðum augum, hefur góð áhrif á húð og ónæmiskerfi auk þess sem það er andoxandi.

Súpan er svona:carrotsp

1,5 kg sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita

1 kg gulrætur, þvegnar eða flysjaðar, skornar í bita

2 paprikur rauðar, ég notaði sætar

1 rauður chilli saxaður og fræhreinsaður

2 tsk engiferduft

1 matskeið kókosolía

salt, eftir smekk

svartur pipar, eftir smekk

Aðferðin:

Gulrætur og sætar kartöflur eru soðnar. Eftir suðu eru þær kældar aðeins og svo set ég þær í blandarann. Þeir sem eiga töfrasprota geta sprotað þetta heitt. Ekki mauka alveg í slepju, heldur hafa smá áferð á súpunni.

Paprikan sett í blandarann ásamt chilliinu, hýði síað frá.

Allt sett í pott ásamt 3 lítrum af vatni og látið krauma í hálftíma.

Súpan er enn betri upp???????????????????????????????hituð og ég set hana ekki í krukkur fyrr en á öðrum degi.

Þetta er mjög gott með kotasælu. Ekki skemmir fyrir að hafa nýbakað brauð með en ég bakaði Sollu-brauð (uppskriftin aftan á Spelt pökkunum) en jók aðeins kókosmjölið í tæpan bolla og hafði bolla af AB mjólk og bolla af sjóðandi vatni, einnig bætti ég við sesamfræjum (1/3 bolla) og sólþurrkuðum tómötum sem ég saxaði (tæpan bolla).

All for now

%d bloggurum líkar þetta: